Fréttir úr starfsemi okkar
Stjórn LEB ályktar um nauðsynlegar aðgerðir í þágu eldra fólks
„Í öllum þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa gert til að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hefur á þjóðfélagið er hvergi minnst á aðgerðir sem snerta hagsmuni eldri borgara landsins."
Víðtækt samstarf ríkis, sveitarfélaga, fagaðila og hagsmunaaðila í þágu viðkvæmra hópa vegna Covid 19
Viðbragðsteymi um þjónustu við viðkvæma hópa sem mun vinna með markvissum hætti, og í náinni samvinnu við aðila sem sinna hagsmunagæslu og/eða þjónustu við viðkvæma hópa, að því að draga úr rofi á þjónustu.
Hendum burt erjum. Stöndum saman. Styðjum hvert annað
Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB sat í pallborði á daglegum blaðamannafundi Landlæknis og Ríkislögreglustjóra, laugard. 14. mars. Með henni í beinni útsendingu voru Víðir yfirlögregluþjónn, Alma landlæknir og Stefán útvarpsstjóri. Slóð á þáttinn er í greininni
Eldra fólk er varkárt að upplagi
Fólk er hvatt til að hringja í síma 1700 ef það telur sig hugsanlega vera smitað af COVID-19 veirunni. Ekki leita beint á sjúkrahús eða heilsugæslustöðvar.Lestu um frekari leiðbeiningar með að smella á Lesa meira.
Eiga ekki allir að vera með í samfélaginu?
„Það vantar mikið upp á í aðgengismálum og virðing gagnvart þeim sem þurfa hjálp er allavega allt of lítil. Mjög margir sem búa einir og eiga erfitt með gang veigra sér við að fara í búðir og versla inn sjálfir. Einnig að njóta menningar, fara í leikhús og njóta tónleika er ekki efst á lista. Heimsóknarvinir, vinir og eða ættingjar, hjálpa oft í slíkum tilvikum, en margt má læra af öðrum þjóðum."
Lykill að vellíðan: Svefn - Næring - Hreyfing
„Megin ráðleggingin er að fullorðnir stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Heildartímanum má skipta í styttri tímabil yfir daginn."
Verkefni LEB „Umbúðalausir eldri borgarar" hlýtur styrk
Umhverfisráðherra veitti styrki til frjálsra félagasamtaka sem inna af hendi afar mikilvægt starf í þágu umhverfisins og náttúruverndar. Meðal þeirra sem fengu styrk var LEB – Landssamband eldri borgara fyrir ákaflega spennandi verkefni sem ber heitið „Umbúðalausir eldri borgarar“