Fréttir úr starfsemi okkar
Sættum okkur ekki við 3.5% hækkun
„Eldri borgarar hafi lengi furðað sig á því að þeir fái launahækkun einungis um áramót, oft mörgum mánuðum eftir að búið er að semja á almennum launamarkaði og aðrir hópar þá löngu búnir að fá sínar kauphækkanir- jafnvel aftur í tímann."
Almenna frítekjumarkið verði 100 þúsund krónur
„Það þarf að stefna að því að almenna frítekjumarkið verði 100 þúsund krónur á mánuði eins og atvinnutekjur. Væri þetta gert myndi hagur þeirra sem minnst hafa úr lífeyrissjóði batna verulega."
Eru gæludýr svar við einmanaleika?
„Hvar erum við stödd í þessari nálgun hér á landi, að skoða þörf fyrir kærleika milli manns og gæludýrs? Við lokum á flestum stöðum á að fólk megi á efri árum hafa sinn besta vin með í flutningum t.d. í nýtt húsnæði. Eru þetta stór mistök? Já, það er mitt mat eftir að hafa skoðað þetta rækilega. Vinir mannsins eru alls konar."
Hæstu fasteignaskattar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, fjallaði ekki síst um stöðu eldri borgara, sem hafa litlar tekjur en þurfa að glíma við síhækkandi gjöld af eignum sínum. Hún sagði kerfið, þar sem fasteignagjöld fylgja fasteignamati skila furðulegum niðurstöðum.