Fréttir úr starfsemi okkar
„Er gott að eldast á Norðurlandi/Akureyri?“
„Fram kom að til þess að þróa núverandi þjónustu áfram og mæta þörfum aldraðra á komandi árum þurfi enn frekari samvinnu þeirra sem að þessum málum koma. Einnig var ályktað að fleiri fagstéttir þurfi að koma að þjónustunni og huga þurfi að nýjum leiðum í þeim efnum."
Réttindi aldraðra
„Árið 2002, á heimsþingi um öldrun í Madrid, var samþykkt önnur framkvæmdaáætlun um öldrun. Áætlunin inniheldur fimm meginflokka er lúta að: virðingu fyrir öllum mannréttindum aldraðra, öruggri elli, þátttöku aldraðra í samfélaginu, aðgerðir gegn mismunun og ofbeldi gagnvart öldruðum, því að tryggja kynjajafnrétti meðal aldraðra, mikilvægi fjölskyldunnar sé viðurkennt, því að heilbrigðis- og félagsþjónusta sé tryggð til handa öldruðum."
Hvað er að frétta á Hólmavík?
Í kjölfar ferðar formanns LEB á Ísafjörð um daginn til að taka þátt í 25 ára afmælishófi Ísfirðinganna lá leiðin til baka yfir Steingrímsfjarðarheiði og þá var upplagt að spjalla við eldri borgara í Strandasýslu. Gefum Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni LEB, orðið
Milljónafólkið - nokkur orð um eftirlaun
„Hvernig sem veður skipast í launahækkunum á almennum vinnumarkaði og hvaða Lífskjarasamningar eru undirritaðir til lífskjarabóta almúgans í beinum útsendingum helstu miðla landsins, þá situr einn hópur samfélagsins eftir í skammarkróknum: Eldri borgarar þessarar þjóðar. Þeim er gert að bíða til áramóta hverju sinni eftir sinni launahækkun. Sú næsta er boðuð um áramót, hvorki meira né minna en 3,5% hækkun frá síðustu hækkun fyrir ári."
Frábær afmælisfagnaður á Ísafirði
Félag eldri borgara á Ísafirði og nágrenni á afmæli um þessar mundir. Afmælisfagnaðurinn var haldinn 26. september s.l. Formaður LEB, Þórunni Sveinbjörnsdóttir tók þátt í afmælisfagnaðinum og segir frá afmælishátíðinni hér.
„Sparnaðurinn rennur að stærstum hluta í ríkissjóð"
„Núverandi fyrirkomulag almannatrygginga gengur allt of langt í að skerða greiðslur úr lífeyrissjóðum og afkoma margra eldri borgara er því enn óviðunandi þrátt fyrir áratuga söfnun lífeyrisréttinda."
Þátttakendur óskast á Framtíðarþing um farsæla öldrun
Óskað eftir þátttakendum á Framtíðarþing sem haldið verður í Valaskjálf á Egilsstöðum, fimmtudaginn 10. október kl. 15.00 - 18.00
Fjármál við starfslok og lífsseigar mýtur leiðréttar
„Þeim systrum fannst mjög gott að það væri verið að leiðrétta ýmsar „mýtur“ sem verið hefðu í gangi. Fólk tæki þátt í umræðunni og ræddi um hvernig staðan væri, úr frá því sem var fyrir 5-10 árum. Hlutirnir breyttust og það væri nauðsynlegt að kynna sér þetta reglulega. „Það er gott að vita að þetta er ekki rétt“, sagði Jenný „að það er engin króna á móti krónu skerðingu og séreignasparnaðurinn og vaxtatekjur af honum skerðast ekki“.
Hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að starfslokum?
Starfslok eru tímamót í lífi hvers manns og fela í sér miklar breytingar. Auðveldara er að takast á við slíkar breytingar með undirbúningi, þ.e. ef maður er búinn undir það sem koma skal, svo skrefið inn í nýja tíma verði ekki erfitt heldur frekar fullt af tilhlökkun. En hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að starfslokum?
Byltingarkennt skref stigið í umræðunni um heilabilun
„Það var svo merkilegt að hlusta á fólk sem til þessa hefur ekki haft rödd - fólk sem hefur verið stimplað sem ófært um allt og ómarktækt - sjá þessa einstaklinga stíga fram og segja frá reynslu sinni."
Sárafátækt
„Rauðikrossinn hefur stofnað sjóð sem veitir neyðarstyrki til þeirra sem búa við sárafátækt. Um tímabundið átaksverkefni er að ræða en með stofnun sjóðsins vill Rauði krossinn efla stuðning og vera málsvari þeirra sem búa við mikinn skort."