Þórhildur Magnúsdóttir - minning

Okkur hefur borist sú harmafregn að Þórhildur Magnúsdóttir, sem var elsti núlifandi íslendingurinn hafi látist 6. desember síðastliðinn, 107 ára að aldri. Þórhildur hefði fagnað 108 ára afmæli sínu þann 22.desember næstkomandi. Við áttum því láni að fagna að Þórhildur fékkst til að vera í opnuviðtali í LEB blaðinu núna í vor og mynd af henni prýðir jafnframt forsíðu blaðsins. Í viðtalinu fór hún yfir farinn veg, bæði góðar stundir og erfiðar. Hér má lesa úrdrátt úr viðtalinu.

Þórhildur Magnúsdóttir er 107 ára íslensk kona sem hefur lifað sérlega langa og viðburðaríka ævi. Hún fæddist í Biskupstungum og ólst upp í stórum og samheldnum systkinahópi. Æskuárin einkenndust af litlum efnum en mikilli samstöðu. Snemma flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og Þórhildur fór ung að vinna og nema ýmislegt í handavinnu og matseld.

Hún kynntist eiginmanni sínum Gústafi á dansleik og saman byggðu þau heimili og ólu upp sex dætur. Fyrstu árin voru erfið, þar sem aðstæður voru frumstæðar og mikil vinna lögð á unga móður, en Þórhildur segist hafa lært að taka lífinu með ró og ekki láta sig fipast.

Þórhildur hefur upplifað sorg og áföll, meðal annars dauða eiginmanns og einnar dóttur, auk eigin veikinda. Hún hefur þó alltaf horft jákvæðum augum á lífið og á í dag stóran og samheldinn ættboga. Hún hefur ferðast mikið, jafnvel óvænt, og á ótal góðar minningar.

Þrátt fyrir háan aldur býr hún enn í eigin rými á Hrafnistu og heldur í húmor, minnug og brosmild – lifandi vitnisburður um styrk, seiglu og gleði manneskju sem hefur lifað meira en heila öld.

Þórhildur Magnúsdóttir verður jarðsungin á afmælisdaginn sinn, 22.desember næstkomandi frá Bústaðakirkju. Við sendum öllum hennar fjölmörgu afkomendum samúðarkveðjur við fráfall þessarar einstöku konu.

LEB blaðið
Next
Next

Góður fundur með Félags- og húsnæðismálaráðherra