Formannafundur LEB í Varmalandi
Written By Oddný Árnadóttir
Fundur formanna var haldin í Varmalandi dagana 23. og 24. september og var einstaklega vel sóttur.
Þátttaka var góð frá öllum landshlutum og farið var skipulega í stefnumótun sambandsins til næstu ára.
Fundamenn voru virkir, hugmyndaríkir og málefnalegir og unnu góða vinnu ásamt því að treysta böndin og fræðast um starf annarra félaga.
Margar góðar hugmyndir komu fram og verða lagðar til grunns að því starfi sem fram undan er hjá landssambandinu. Helstu breytingartillögur verða teknar fyrir á næstkomandi landsfundi sambandsins.
Myndasafn frá formannafundinum:
(Hægt er að ýta yst til hægri til að sjá næstu mynd eða yst til vinstri til að sjá fyrri mynd)


































