Þóra Guðrún Hjaltadóttir, ritari
Þóra fæddist að Melstað í Miðfirði í Vestur Húnavatnssýslu en flutti ung að Hrafnagili í Eyjafirði og ólst þar upp. Þaðan flutti hún til Akureyrar um 1970 og yfir pollinn í Vaðlaheiðina árið 2009.
Þóra gekk í Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði, í Húsmæðraskólann á Laugalandi og lauk seinna stúdentsprófi frá VMA. Um ævina hefur hún unnið ýmis verkamanna- og skrifstofustörf
Þóra hefur lengi verið virk í verkalýðs- og félagsstarfi. Hún var formaður Alþýðusambands Norðurlands í 12 ár og var í miðstjórn ASÍ í nokkur ár. Hún var formaður Skipulagsnefndar ASÍ ásamt fleiri trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna. Í dag er hún í stjórn EBAK, félagi eldri borgara á Akureyri, í kjaranefnd félagsins og jafnframt ritari í stjórn LEB.
Áherslur Þóru eru jafnréttismál, ekki aðeins milli kynjanna heldur allra þjóðfélagsþegna, allir eiga rétt á að sitja við sama borð varðandi m.a. heilbrigðismál, menntun og atvinnu.