Fréttir úr starfsemi okkar
Ályktun málþings LEB 2. október 2023
Troðfullt var á málþingi LEB um kjaramál eldra fólks. 4.493 fylgdist með á streymi sem aðgengilegt var bæði á vef LEB og á visir.is en oft voru margir að horfa á streymi saman víða um land svo talan samtals er enn hærri.Tuttuggu manns steig á svið og flutti tölu eða tók þátt í pallborðum. Það voru stjórnmálamenn, sérfræðingar í kjörum eldra fólks, forystufólk verkalýðshreyfingarinnar og fjöldi eldri borgara. Auk þess birtist eldra fólk á myndböndum sem sagði skoðun sína.Í lokin var samþykkt einum rómi eftirfarandi ályktun:
UPPTAKA á málþingi LEB: Við bíðum... EKKI LENGUR!
LEB stendur fyrir málþingi um kjör eldra fólks mánudaginn 2. október kl. 13.00 – 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Ókeypis aðgangur og öllum opið meðan húsrúm leyfir.Málþinginu verður streymt á vef LEB www.leb.is og www.visir.is. smellið á "Lesa meira" til að komast inn á streymi...
Viðar Eggertsson: Þetta er fólkið sem reisti Ísland úr örbirgð til allsnægta
„Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá“, segir í ljóði Davíðs Stefánssonar. Það má með sanni segja um elsta hluta íslensku þjóðarinnar. Eftirlaunafólkið sem er rúmlega 50 þúsund, segir Viðar Eggertsson m.a. í pistli sínum.