Fréttir úr starfsemi okkar
Ályktun LEB vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar
„Sú kjaragliðnun eftirlauna almannatrygginga miðað við almenna launaþróun lægstu launa á vinnumarkaði frá árinu 2017 er gríðarleg og þýðir að sú kjarahækkun sem sett var inn með nýjum lögum um almannatryggingar þá, hefur nú gufað upp.Eldra fólk sem er með minnstu tekjurnar lifir sannarlega í fátækt og sumir í sárafátækt sem er engan veginn ásættanlegt."
Dæmi um að eldri borgarar hafi lokað sig inni í lengri tíma vegna Covid
Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta.
„Öldungaráðin liður í að veita öldruðum bestu þjónustu sem völ er á"
„Val sveitarfélaga á fulltrúum í ráðið hefur mikið að segja en þeir skulu hafa þekkingu og reynslu á sviði öldrunarmála. Svo virðist sem það sé ekki uppfyllt í öllum tilvikum. Það virðist einnig sem eldri borgarar þekki ekki endilega mikið til öldungaráðanna og því er ástæða til að auka sýnileika þeirra í sveitarfélögunum þannig að aldraðir viti fyrir hvað þau standa."
LEB hefur sett vinnu gegn einmanaleika og félagslegri einangrun eldra fólks í ákveðinn forgang. Þetta verður viðfangsefni málþingsins 17. september. Setning er kl. 13.30 og lýkur málþinginu fyrir kl. 17.00. LEB hefur leitað eftir samstarfi við ýmsa aðila. Fulltrúar nokkurra þessara samstarfsaðila munu flytja erindi.
Efst á baugi hjá LEB í haust
Nú rignir inn dagskrám hjá félögum eldri borgara þar sem þau hafa tekið sóttvarnarreglur almannavarna og sett sitt kerfi eftir þeim, miðað við aðstæður á hverjum og einum stað. Vissulega er allt stirðara, en nauðsynlegt að gera það sem hægt er til að lífið haldi áfram okkur öllum til eflingar.
Viltu gerast fjar-sjálfboðaliði? Rauði krossinn óskar eftir símavinum
Stutt samtal getur skipt sköpum í lífi fólks en um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á tíma sem báðum aðilum hentar.
Annar hluti veirunnar og hvað svo?
Mikilvægt er að minna á spjaldtölvukennslu og kennslubæklinga sem voru unnir á vegum LEB til að efla tölvufærni eldra fólks. Nú er sérstök þörf á að efla færni þeirra sem hafa misst af rafrænu breytingunni, s.s. að geta sótt um allt mögulegt á netinu, skilað gögnum eða farið í netbanka. Þetta eflir sjálfstæði eldra fólks auk þess sem samskipti við hina nánustu eflast.
Heilsa eldri borgara hrakaði í síðasta heimsóknarbanni
Formaður LEB - Landssambands eldri borgara vill skoða fleiri möguleika til að leyfa fólki að hittast. Heilsa fólks á hjúkrunarheimilunum hrakaði mjög í síðasta heimsóknarbanni og þekktu Alzheimers sjúklingar ekki jafnvel ekki sína nánustu ættingja.
Þrátt fyrir öflugt starf gengur hægt í baráttunni
Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB skrifaði eftirfarandi grein sem leiðara fyrir LEB blaðið 2020, sem kom út í tengslum við Landsfund LEB sem haldinn var í Súlnasal Hótels Sögu, þriðjudaginn 30. júní sl.
Skrifstofa LEB lokuð vegna sumarleyfa 23. júlí - 4. ágúst
Skrifstofa LEB lokuð vegna sumarleyfa frá fimmtudeginum 23. júlí til og með þriðjudeginum 4. ágúst. Ef erindið er brýnt skrifið þá póst á netfangið leb@leb.is - Gleðilegt sumar!