Fréttir úr starfsemi okkar
„Við verðum að berjast, verðum að halda áfram.“
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, minnti eldri borgara á að hreyfa sig og huga að heilsunni og góðri næringu á upplýsingafundi Almannavarna
Tími til að þakka
Alla 365 daga ársins ganga þúsundir heilbrigðisstarfsmanna til vinnu sinnar við umönnun og lækningu þeirra sem á þurfa að halda. Þetta eru krefjandi störf þegar best lætur, vaktir þar sem allur sólarhringurinn er undir, virka daga og helga. Skjólstæðingar og fjölskyldur eru oft á erfiðasta tíma í lífi sínu. Hér er teflt um heilsu og vanlíðan, líf og dauða. Og þetta er þegar best lætur.
„Það ætti að vera valkostur að vinna lengur"
Í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að í kjarasamningum grunnskólakennara standi að þeir eigi að hætta að vinna þegar þeir verða 70 ára. Sú regla gangi ef til vill of langt en það þurfi að skoða betur.
Hvað er að gerast hjá TR?
Í úttektinni er bent á hvað núgildandi lög um lífeyri eru ógagnsæ og erfið til að vinna eftir. Er sú niðurstaða alveg í þeim anda sem við hjá Landsambandi eldri borgara höfum bent á. Lögin frá 2017 áttu að vera til einföldunar, en gera það ekki. Þau eru vandræði.
Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur og fjölnota taupokar LEB
Nú er hægt að festa kaup á kennslubæklingum fyrir spjaldtölvur frá LEB. Fyrir Ipad annars vegar og Android stýrikerfi hins vegar.Þá hefur LEB einnig til sölu fallega fjölnota taupoka úr bómull með áprentuninni: Afi og amma redda málunum.
Ályktun LEB vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar
„Sú kjaragliðnun eftirlauna almannatrygginga miðað við almenna launaþróun lægstu launa á vinnumarkaði frá árinu 2017 er gríðarleg og þýðir að sú kjarahækkun sem sett var inn með nýjum lögum um almannatryggingar þá, hefur nú gufað upp.Eldra fólk sem er með minnstu tekjurnar lifir sannarlega í fátækt og sumir í sárafátækt sem er engan veginn ásættanlegt."
Dæmi um að eldri borgarar hafi lokað sig inni í lengri tíma vegna Covid
Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta.
„Öldungaráðin liður í að veita öldruðum bestu þjónustu sem völ er á"
„Val sveitarfélaga á fulltrúum í ráðið hefur mikið að segja en þeir skulu hafa þekkingu og reynslu á sviði öldrunarmála. Svo virðist sem það sé ekki uppfyllt í öllum tilvikum. Það virðist einnig sem eldri borgarar þekki ekki endilega mikið til öldungaráðanna og því er ástæða til að auka sýnileika þeirra í sveitarfélögunum þannig að aldraðir viti fyrir hvað þau standa."
LEB hefur sett vinnu gegn einmanaleika og félagslegri einangrun eldra fólks í ákveðinn forgang. Þetta verður viðfangsefni málþingsins 17. september. Setning er kl. 13.30 og lýkur málþinginu fyrir kl. 17.00. LEB hefur leitað eftir samstarfi við ýmsa aðila. Fulltrúar nokkurra þessara samstarfsaðila munu flytja erindi.