Við eigum rétt á farsæld, öryggi og virðingu á efri árum

Fréttir

Tími til að þakka

Tími til að þakka

Alla 365 daga ársins ganga þúsundir heilbrigðisstarfsmanna til vinnu sinnar við umönnun og lækningu þeirra sem á þurfa að halda. Þetta eru krefjandi störf þegar best lætur, vaktir þar sem allur sólarhringurinn er undir, virka daga og helga. Skjólstæðingar og fjölskyldur eru oft á erfiðasta tíma í lífi sínu. Hér er teflt um heilsu og vanlíðan, líf og dauða. Og þetta er þegar best lætur.

Lesa meira
Hvað er að gerast hjá TR?

Hvað er að gerast hjá TR?

Í úttektinni er bent á hvað núgildandi lög um lífeyri eru ógagnsæ og erfið til að vinna eftir. Er sú niðurstaða alveg í þeim anda sem við hjá Landsambandi eldri borgara höfum bent á. Lögin frá 2017 áttu að vera til einföldunar, en gera það ekki. Þau eru vandræði.

Lesa meira
Ályktun LEB vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar

Ályktun LEB vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar

„Sú kjaragliðnun eftirlauna almannatrygginga miðað við almenna launaþróun lægstu launa á vinnumarkaði frá árinu 2017 er gríðarleg og þýðir að sú kjarahækkun sem sett var inn með nýjum lögum um almannatryggingar þá, hefur nú gufað upp.
Eldra fólk sem er með minnstu tekjurnar lifir sannarlega í fátækt og sumir í sárafátækt sem er engan veginn ásættanlegt.“

Lesa meira

Vettvangur dagsins

Félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða

Nýtt úrræði sem er ætlað að styrkja framfærslu 67 ára og eldri sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum kom til framkvæmda 1. nóvember sl. Félagslegur viðbótarstuðningur getur að hámarki numið 231.110 kr. á mánuði....

Næstu viðburðir

 • Fundur kjaranefndar LEB

  Skipað hefur verið að nýju í kjaranefnd eins og venja er eftir Landsfund LEB. Fundurinn er hald...

  27 nóv @ 10:00 f.h. - 12:00 e.h.
 • 336. stjórnarfundur LEB

  Stjórnarfundurinn er haldinn í aðsetri LEB að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Stjórn LEB: AÐALMEN...

  27 nóv @ 12:30 e.h. - 2:30 e.h.
 • Stjórn LEB vinnur að stefnumótun

  Stjórn LEB mun verja heilum degi í stefnumótunarvinnu undir handleiðslu Ernu Indriðadóttur rit...

  28 nóv @ 9:00 f.h. - 4:00 e.h.

GRÁI HERINN – treystir þú …

Afsláttur hjá OLÍS

Félagsmönnum LEB, allra FEB félaga, býðst afsláttur af eldsneyti hjá OLÍS

Til að nýta sér afsláttinn þurfa félagsmenn að skrá sig með að smella á rauða hnappinn:

Hollvinir LEB