Við eigum rétt á farsæld, öryggi og virðingu á efri árum

Fréttir

„Öldungaráðin liður í að veita öldruðum bestu þjónustu sem völ er á“

„Öldungaráðin liður í að veita öldruðum bestu þjónustu sem völ er á“

„Val sveitarfélaga á fulltrúum í ráðið hefur mikið að segja en þeir skulu hafa þekkingu og reynslu á sviði öldrunarmála. Svo virðist sem það sé ekki uppfyllt í öllum tilvikum. Það virðist einnig sem eldri borgarar þekki ekki endilega mikið til öldungaráðanna og því er ástæða til að auka sýnileika þeirra í sveitarfélögunum þannig að aldraðir viti fyrir hvað þau standa.“

Lesa meira
Málþing um einmanaleika eldra fólks og hvað sé til ráða

Málþing um einmanaleika eldra fólks og hvað sé til ráða

LEB hefur sett vinnu gegn einmanaleika og félagslegri einangrun eldra fólks í ákveðinn forgang. Þetta verður viðfangsefni málþingsins 17. september. Setning er kl. 13.30 og lýkur málþinginu fyrir kl. 17.00. LEB hefur leitað eftir samstarfi við ýmsa aðila. Fulltrúar nokkurra þessara samstarfsaðila munu flytja erindi. 

Lesa meira
Efst á baugi hjá LEB í haust

Efst á baugi hjá LEB í haust

Nú rignir inn dagskrám hjá félögum eldri borgara þar sem þau hafa tekið sóttvarnarreglur almannavarna og sett sitt kerfi eftir þeim, miðað við aðstæður á hverjum og einum stað. Vissulega er allt stirðara, en nauðsynlegt að gera það sem hægt er til að lífið haldi áfram okkur öllum til eflingar.

Lesa meira
Annar hluti veirunnar og hvað svo?

Annar hluti veirunnar og hvað svo?

Mik­il­vægt er að minna á spjald­tölvu­kennslu og kennslu­bæk­linga sem voru unn­ir á veg­um LEB til að efla tölvu­færni eldra fólks. Nú er sér­stök þörf á að efla færni þeirra sem hafa misst af ra­f­rænu breyt­ing­unni, s.s. að geta sótt um allt mögu­legt á net­inu, skilað gögn­um eða farið í net­banka. Þetta efl­ir sjálf­stæði eldra fólks auk þess sem sam­skipti við hina nán­ustu efl­ast.

Lesa meira

Vettvangur dagsins

Leiðbeiningar fyrir eldri ökumenn

Samgöngustofa hefur gefið út leiðbeiningarbækling fyrir eldri ökumenn. Almenn ökuréttindi (B réttindi) þarf að endurnýja við 70 ára aldur. Nýja ökuskírteinið gildir í 4 ár. Eftir það þarf að endurnýja það þriðja og annað hvert ár en eftir 80 ára aldur á árs fresti....

Gildandi samkomutakmarkanir 7. – 27. september 2020

Ráðleggingar um sóttvarnir Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru eftir sem áður mikilvægasta forvarnaraðgerðin. Það er undir hverjum og einum komið að sýna aðgát í umgengni við aðra, því við erum jú öll almannavarnir. Gildandi takmörkun samkvæmt auglýsingu á samkomum...

Breytingar á lögum um hálfan ellilífeyrir

Breytingar á lögum um hálfan ellilífeyri taka gildi 1. september. Helstu breytingar eru að hálfur ellilífeyrir er nú tekjutengdur en með hærra frítekjumarki en fullur ellilífeyrir og háður atvinnuþátttöku umsækjanda. Þá er ekki lengur gerð krafa um lágmarksgreiðslur...

Næstu viðburðir

GRÁI HERINN – treystir þú …

Afsláttur hjá OLÍS

Félagsmönnum LEB, allra FEB félaga, býðst afsláttur af eldsneyti hjá OLÍS

Til að nýta sér afsláttinn þurfa félagsmenn að skrá sig með að smella á rauða hnappinn:

Hollvinir LEB