fbpx

Nýtt úrræði sem er ætlað að styrkja framfærslu 67 ára og eldri sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum kom til framkvæmda 1. nóvember sl.

Félagslegur viðbótarstuðningur getur að hámarki numið 231.110 kr. á mánuði. Þessi upphæð er 90% af fullum ellilífeyri almannatrygginga á árinu 2020. Þeir sem búa einir og eru einir um heimilisrekstur geta til viðbótar átt rétt á allt að 90% af heimilisuppbót sem er 58.400 kr. á mánuði á árinu 2020.

Hverjir eiga rétt á félagslegum viðbótarstuðningi

Einstaklingar sem eru 67 ára og eldri með engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum og með tekjur undir 231.110 kr. á mánuði geta átt rétt á viðbótarstuðningi fyrir aldraða. Þó er heimilt að hafa aðrar tekjur allt að 25.000 kr. (frítekjumark) á mánuði. Enn fremur er skilyrði fyrir greiðslu um búsetu hér á landi og varanlega dvöl. Erlendir ríkisborgarar þurfa að hafa ótímabundið dvalarleyfi hér á landi eða rétt til ótímabundinnar dvalar til að geta sótt um viðbótarstuðning.

Framkvæmdin

Tryggingastofnun hefur undanfarnar vikur undirbúið framkvæmd nýs úrræðis samkvæmt lögum nr. 74/2020 sem samþykkt voru á Alþingi í júní. Gott samráð hefur verið haft við starfsfólk í velferðarþjónustu sveitarfélaga, hagsmunasamtök ellilífeyrisþega og viðeigandi stofnanir hjá hinu opinbera um framkvæmdina og hvernig upplýsingum verði komið til skila til þess hóps sem um ræðir. Kynningarefni verður fyrst um sinn á íslensku og ensku en unnið verður að því að þýða kynningarefni á pólsku og mögulega á fleiri tungumálum.

Nánari upplýsingar eru hér

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Mínum síðum á vef TR.

 

In English

Additional support for the elderly

A new type of payment that is intended to support the subsistence of persons 67 years and older who have permanent residency and have no or limited pension rights with the Social Security Administration have been implemented 1st of November.

This additional support can amount to a maximum of ISK 231.110. per month, which is 90% of the full old-age social security pension per month in the year 2020.  Those who live alone may in addition be entitled to up to 90% of the household supplement, which is ISK 58.400. per month in the year 2020.

Who is entitled to addional support for the elderly

Individuals who are 67 years or older with none or limited pension rights with the Social Security Administration and with total income lower than 231.110 ISK per month may be entitled to additional support for the elderly. Although it is allowed to have other income up to 25.000 ISK per month. Furthermore a condition is a permanent residence in Iceland. Foreign citizens need to have indefinite residence permit or a right to indefinite stay in Iceland.

In recent weeks, Tryggingastofnun (Social Insurance Administration) has been preparing for the implementation of additional support. There has also been good consultation with municipal welfare services, interest groups and relevant public institutions on the implementation and how information will be provided to the group in question. Promotional material will initially be in Icelandic and English, but will be translated into Polish in the near future and possibly other languages.

Applicants can apply on Mínar síður on TR web.

Please find further information here