fbpx

Breytingar á lögum um hálfan ellilífeyri taka gildi 1. september. Helstu breytingar eru að hálfur ellilífeyrir er nú tekjutengdur en með hærra frítekjumarki en fullur ellilífeyrir og háður atvinnuþátttöku umsækjanda. Þá er ekki lengur gerð krafa um lágmarksgreiðslur frá lífeyrissjóði, hvorki vegna hálfs ellilífeyris né snemmtöku fulls ellilífeyris.

Markmiðið með breytingunum er að gefa fleiri einstaklingum á ellilífeyrisaldri kost á töku hálfs lífeyris almannatrygginga á móti hálfri greiðslu lífeyrissjóðs og auka þar með möguleikana á sveigjanlegum starfslokum.

Til staðar er sérstök tímabundin heimild til 1. janúar 2021 fyrir þá lífeyrisþega sem þegar eru á fullum ellilífeyri til að skipta yfir á nýja hálfa ellilífeyrinn. Umræddar breytingar hafa ekki áhrif á réttindi þeirra lífeyrisþega sem þegar fá greiddan hálfan ellilífeyri.

Sjá nánar