Þann 16. ágúst sl. fór fram afhending styrkja úr Fléttunni á vegum Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarrráðuneytisins en tilgangur styrkjanna er að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu. Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk kallast Vitundarvakning og valdefling eldra fólks um notkun svefnlyfja og afvísun þeirra.
LEB er samstarfsaðili og einn styrktaraðili verkefnisins ásamt; Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Lyfa án skaða á íslandi og lyfjafræðideildar HÍ. Verkefnisstjóri og ábyrgðarmaður er Anna Birna Almarsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla.
Markmið verkefnisins eru:
- Minnka til muna notkun svefnlyfja og róandi lyfja sem notuð eru vegna svefnleysis hjá eldra fólki og sem talið er að geti valdið þeim skaða.
- Tryggja að eldra fólk hafi vitneskju um öruggar langtíma lausnir við svefnleysi sem þeir nota svefn- eða róandi lyf við.
- Valdefla eldra fólk til að spyrja spurninga um svefn- og róandi lyf í heilbrigðiskerfinu.
- Stuðla að afvísun svefn- og róandi lyfja hjá eldra fólki og að draga úr að eldra fólk hefji notkun þessara lyfja.
Það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti styrkina við hátíðlega athöfn.
Sjá nánar í frétt ráðuneytisins hér