fbpx

Fundur með þingflokki Framsóknarflokksins var haldinn mánudaginn 9. september sl.

Á fundinn mættu þingmennirnir Ingibjörg Isaksen og Halla Signý Kristjánsdóttir frá Framsóknarflokki ásamt formanni og fulltrúum LEB.

Á fundinum var farið yfir stöðu eldri borgara, aðbúnað og lífskjör. LEB kynnti sín áherslumál í kjaramálum  og þingmenn fengu að sjá glærur yfir þá miklu kjaragliðnun sem átt hefur sér stað síðastliðin ár.  Okkar aðal áhersla er á að bæta kjör þeirra sem lakast standa og draga úr skerðingum. Við leggjum mikla áherslu á að stoppa í kjaragliðnunar gatið. Þingmenn tóku málflutningi okkar vel og sýndu vilja til að bregðast við vandanum þar sem hann er mestur.

Í fundarlok var ákveðið að halda samtalinu áfram um þau mál sem mest brenna á okkar fólki og gengu menn af fundi með bjartsýni og bros á vör.