fbpx

Forvígismenn LEB áttu fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, fjármálaráðherra 29. ágúst sl. Fulltrúar LEB kynntu ráðherra áhersluatriði eldra fólks í kjaramálum og ræddu sérstaklega stöðu þeirra verst settu sem þarf að mæta með sértækum aðgerðum. Þá var rætt um hækkun almenna frítekjumarksins sem verið hefur óbreytt frá 2017 og farið yfir misræmi í lögum sem bitnar á eldra fólki t.d. hvað varðar leigutekjur og mismunun vegna fjármagnstekna í skattalögum og sambærilegra tekna í lögum um almannatryggingar.