fbpx

Fundargerð stjórnarfundar LEB nr. 262, 8. maí 2013.

Að loknum landsfundi sem haldinn var dagana 7-8 maí að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði boðaði formaður LEB stjórnarmenn í aðalstjórn til fundar á skrifstofu LEB í Sigtúni 42 kl 16:30 sama dag. Var það gert með stuttum fyrirvara þar sem í ljós kom að formaður þurfti að vera fjarverandi næstu daga og óskaði eftir að skipting embætta innan stjórnar færi fram áður. Mættir voru allir nýkjörnir aðalmenn í stjórn LEB ásamt framkvæmdastjóra Grétari Snæ Hjartarsyni. Í grein 7.2 í lögum LEB segir: Á fyrsta fundi eftir landsfund skal stjórn skipta með sér verkum og velja varaformann, ritara , gjaldkera og meðstjórnanda úr hópi aðalmanna.

  1. Formaður Jóna Valgerður Kristjánnsdóttir lagði til eftirfarandi skiptingu stjórnar:

Varaformaður: Haukur Ingibergsson, gjaldkeri Eyjólfur Eysteinsson, ritari Anna Lúthersdóttir, meðstjórnandi Ragnheiður Stephensen.

Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða.

  1. Í lögum LEB grein 7,2 segir í annarri málsgrein: Á þessum fundi skal ákveðið með hlutkesti í hvaða röð varamenn skuli taka sæti ef aðalmenn forfallast enda greini atkvæðatölur frá landsfundi ekki frá.

Afgreiðsla: Nöfn varamanna voru skrifuð á miða , brotin nákvæmlega eins saman og sett í skál. Þau voru síðan   dregin út í þessari röð. Fyrsti varamaður: Jón Kr. Óskarsson, Hafnarfirði, annar varamaður Sveinn Hallgrímsson, Borgarfjarðardölum, og þriðji varamaður Jóhannes Sigvaldason, Akureyri. Skulu þeir þá taka sæti í þessari röð ef aðalmenn forfallast. Varamönnum er heimilt að sitja fundi stjórnar þótt fullskipuð sé með málfrelsi og tillögurrétti.

Formaður þakkaði fundarmönnum fyrir góða afgreiðslu mála og kvaðst mundu boða til næsta stjórnarfundar í lok mánaðarins til að skipa í ýmsar fastanefndir til starfa milli landsfunda. Hún væri á næstu dögum á förum til Finnlands til að sitja stjórnarfund NSK dagana 13-15.maí. Hún upplýsti að hún myndi þegar í dag senda helstu fjölmiðlum kjaramálaályktun landsfundar og fleiri ályktanir yrðu sendar út næstu daga. En því miður væri staðan sú að margir fjölmiðlar birtu ekki ályktanir félagasamtaka.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl 17:00

Fundargerð ritaði Anna Lúthersdóttir.