fbpx

Fjarlægð er engin hindrun

Símavinir er verkefni Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar hringja til þeirra sem þess óska.

Stutt samtal getur skipt sköpum í lífi fólks en um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á tíma sem báðum aðilum hentar.

Verkefnið er byggt upp á svipaðan hátt og heimsóknavinir Rauða krossins en þar sem að sími er notaður er fjarlægð engin hindrun. Allir geta því fengið símavin óháð búsetu og er því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið.

Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum í verkefnið og getur þú fyllt út umsókn, haft samband í síma 570-4062 eða sent tölvupóst á sigridur.ella@redcross.is