fbpx

Í drög­um að ráðlegg­ing­um um mataræði fyr­ir hrumt og veikt eldra fólk, sem embætti land­lækn­is hef­ur birt í sam­starfi við rann­sókn­ar­stofu Há­skóla Íslands og Land­spít­ala í öldrun­ar­fræðum, er lagt til að veikt eldra fólk auki prótein­inn­töku sína til muna.

„Próteinið skipt­ir gíf­ur­lega miklu máli og lík­am­inn þarf á því að halda sér­stak­lega ef hann er að berj­ast við vanda­mál. Fólk sem er í styrkt­arþjálf­un eða að keppa í íþrótt­um bæt­ir prótein­dufti í mat­inn sinn og ef þú ert með litla lyst eru til leiðir til þess að hjálpa þér,“ seg­ir Anna Birna Jens­dótt­ir, for­stjóri á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sól­túni.

Hún sit­ur í fag­hópn­um sem vann ráðlegg­ing­arn­ar. Mat­ar­lyst minnk­ar oft með hækk­andi aldri en þörf fyr­ir víta­mín og steinefni er nán­ast óbreytt en próteinþörf­in eykst, seg­ir í drög­un­um. Anna seg­ir að það væri góð leið fyr­ir eldri borg­ara að mæta þess­ari þörf, t.d með því að bæta prótein­dufti í drykki sína.