fbpx

haldinn 17. mars 2015 kl. 10:00 – 14:00 að Sigtúni 42

 

 

Mættir: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK), Haukur Ingibergsson (HI), Eyjólfur Eysteinsson (EE) og Anna Lúthersdóttir (AL). Ragnheiður Stephensen (RS) var forfölluð vegna veikinda og sótti Jón Kr. Óskarsson 1. varamaður fundinn í hennar stað. Jóhannes Sigvaldason varamaður sat einnig fundinn en hann gat ekki sótt síðasta fund stjórnar vegna ófærðar.

 

 

JVK bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

 

  1. Fundargerð stjórnarfundar nr. 277

 

Fundargerð 277. stjórnarfundar, sem haldinn var 10. febrúar 2014, hefur verið samþykkt í samræmi við reglur um ritun, samþykkt og birtingu fundargerða funda stjórnar Landssambands eldri borgara.

 

 

  1. Vinna formanns og stjórnar

 

JVK lagði fram yfirlit um vinnu formanns og stjórnar 5. feb. 2015 til 16. mars 2015:

 

  1. feb. Kjaranefnd LEB. Allir nefndarmenn ásamt JVK mæta.

 

  1. feb. JVK í viðtal á Stöð2 um hjúkrunarheimili og Framkvæmdasjóðinn.

 

  1. feb. Stjórnarfundur LEB: JVK, HI, EE, AL JKrÓ, SH. Velferðarnefndarfundur: Allir nefndarmenn. JVK í viðtal á Bylgjunni síðdegis um hjúkrunarheimili o.fl.

 

  1. feb. Fundur í nefnd um félagsþjónustu sveitarfélaga o.fl. HI mætir.

 

  1. feb. Fundur hjá Velferðarnefnd Alþingis. JVK og EE mæta.

 

  1. feb. Viðtal í RÚV „Samfélagið kl 13:00“ JVK og EE mæta. Um Hjúkrunarheimili o.fl.

 

  1. feb. Send umsögn um þingmál nr 454.

 

  1. feb. Aðalfundur FEB í Garðabæ. HI ávarpar fundinn.

 

  1. feb. Fundur með Umboðsmanni Alþingis um hagsmunmál eldri borgara. JVK, HI, EE mæta.

 

  1. feb. Ráðstefna Almannaheilla um sjálfboðaliðastarf í félagasamtökum. HI mætir.

 

  1. feb. Námskeið hjá Endurmenntun H.Í haldið af Öldrunarfræðafélaginu um einstaklingsmiðaða öldrunarþjónustu kl 12-16. JVK með fyrirlestur.

 

  1. feb. Fundur með deildarstjóra Póstdreifingar um dreifingu blaðsins Listarinnar að lifa. Farið yfir málin og hvað megi bæta, einnig kostnað við dreifingu. JVK, HI.

 

  1. mars. Fundur í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. EE mætir. Viðtal við JVK á Bylgjunni.

 

  1. mars. Fundur í Velferðarvaktinni HI mætir. JVK sendir umsögn um þingmál 338. JVK og HI vinna að undirbúningi landsfundar. Gengið frá bréfi til Umboðsmanns Alþingis.

 

  1. mars. JVK í viðtal á Stöð2 um Framkvæmdasjóðinn.

 

  1. mars. JVK, EE, og HI vinna að greinaskrifum í LaL.

 

  1. mars. Fundur í ritnefnd. GSH, BS, JVK og ritstjórinn. Fundur hjá FEB á Álftanesi. JVK flytur þar frásögn af starfi LEB.

 

  1. mars. Aðalfundur hjá FEB á Suðurnesjum. JVK mætir og segir frá starfi endurskoðunarnefndar almannatrygginga.

 

  1. – 10. mars. Unnið að Listin að lifa. JVK, HI, BS, JBG.

 

  1. mars. Aðalfundur FEBDOR í Búðardal JVK flytur erindi um starf LEB. Vinnufundur hjá Samstarfsnefnd TR. ÁE og SG. mæta.

 

  1. mars. Fundur í nefnd um félagsþjónustu sveitarfélaga. HI mætir.

 

  1. mars. Fundur í nefnd um Velferðartækni. JVK mætir.

 

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

 

 

  1. Umboðsmaður Alþingis

 

JVK gerði grein fyrir fundi sínum, EE og HI með umboðsmanni Alþingis og neðangreindu bréfi sem LEB sendi honum í framhaldi fundarins.

 

 

Umboðsmaður Alþingis

 

Þórshamri

 

150 Reykjavík.

 

 

Efni:   Beiðni um skoðun á framkvæmd ýmissa laga sem varða málefni aldraðra.

 

Stjórn Landssambands eldri borgara (LEB)   þakkar fyrir þann fund sem stjórnin átti með Umboðsmanni Alþingis og starfsfólki hans þann 24. febrúar sl. Í framhaldi af umræðum á fundinum fer stjórnin þess á leit við Embætti Umboðsmanns Alþingis að skoðaðir verði eftirfarandi þættir um framkvæmd laga:

 

  1. Er farið með greiðslur úr Framkvæmdasjóði aldrðara samkvæmt lögum sem um hann gilda? Stjórn LEB telur að samkvæmt lögum um Framkvæmdasjóðinn eigi meginhluti hans að fara til byggingar og viðhalds á hjúkrunarheimilum. En með bráðabirgðaákvæði sem sett er árlega í tengslum við fjárlög er því breytt og hluti tekinn til greiðslu reksturs hjúkrunarheimila. Engar skýrar reglur virðast gilda um þá úthlutun.

 

  1. Í lögum um Almannatryggingar segir í 69 gr. hvernig farið skuli með verðlagshækkanir á bótum almannatrygginga. Þessu ákvæði er ekki framfylgt samkvæmt lögunum. Við óskum efitr því að skoðað verði hvort þarna sé farið að lögum.

 

  1. Hjúkrunarheimilin í landinu eru flest rekin með daggjöldum sem ríkið greiðir samkvæmt fjárlögum. Eru til samningar milli ríkisins og heimilanna um skilgreiningu þeirrar þjónustu sem láta skal í té á hjúkrunarheimilum.?  

 

Með vinsemd og virðingu

 

Reykjavík 3. mars 2015

 

 

Jóna Valgerður Kristjásndóttir formaður LEB

 

Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri LEB

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin telur að mikilvægt sé að fylgja málum eftir við umboðsmann.

 

 

  1. Umsagnir um þingmál 454 og 338

 

JVK lagði fram umsagnir um eftirgreind þingmál en efni þeirra hefur verið unnið af stjórnarmönnum í tölvupósti:

 

 

Umsögn um þingmál 454, þingskjal 698, Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr 46/1980 og lögum um málefni fatlaðs fólks nr 59/1992 með síðari breytingum (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg aðstoð), frá Landssambandi eldri borgara:

 

Um 1. kafla laganna:

 

Landssamband eldri borgara (LEB) tekur ekki afstöðu til þeirra breytinga sem lagðar eru til  á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum að öðru leyti en því að benda á að einelti og ofbeldi á vinnustöðum getur líka falist í  aldursfordómum  sem koma fram í því að   þrengja að fólki sem er 50 ára og eldra  og gera því erfitt fyrir á vinnustöðum.  Í því getur falist mismunun vegna aldurs. LEB felur Alþingi að skoða hvort bann við slíku þyrfti að koma  inn í þessi lög.

 

Um 2. kafla laganna:

 

Þar segir í b. lið 4. gr. „Við endurskoðun á lögum þessum skal m.a. lagt til að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði lögfest sem þjónustuúrræði fyrir fatlað fólk.“  LEB  fagnar því að NPA verði lögfest sem úrræði fyrir fatlað fólk. Í greinargerð er nefnt að nú standi yfir endurskoðun á lögum um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga.  Þar sé gert ráð fyrir að festa í sessi NPA sem eitt af þeim þjónustuúrræðum sem standi fötluðu fólki til boða þurfi það aðstoð í daglegu lífi. Í því sambandi vill LEB  benda á að það sama þarf að vera í boði fyrir aldraða sem þurfa aðstoð í daglegu lífi. Því er æskilegt að NPA sé valkostur fyrir alla þá sem þurfa á félagsþjónustu sveitarfélaga að halda í daglegu lífi hvort sem þeir eru ungir eða aldnir, fatlaðir eða ófatlaðir. Bent skal á að við 67 ára aldur verður fatlað fólk aldraðir einstaklingar  í skilningi gildandi  laga.

 

 

Umsögn um þingmál nr. 338, þingsályktun um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.

 

Landssamband eldri borgara (LEB) sér bæði kosti og galla á því að seinka klukkunni.  Greinilega eru til  mjög  misvísandi rannsóknir og/eða fullyrðingar um ágæti þess . Hvað varðar eldri borgara þá eiga þeir betur með að byrja daginn þegar bjart er orðið, heldur en í svartasta skammdeginu. Samtöl við marga  eldri borgara staðfesta það. Stjórn LEB telur því að  það geti haft góð áhrif á marga að seinka klukkunni og fá þar með bjartari morgna. Við teljum því að það væri vel við hæfi að gera tilraun með það til 3ja ára með endurskoðunarákvæði að þeim tíma liðnum. Félagsfræðileg rannsókn væri þá gerð  að þeim tíma liðnum til að  meta  áhrif breytinganna.

 

 

Umsögn um þingmál nr. 562, frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (EES-reglur) Þar sem um sama mál er að ræða og þingmál 176/2013 sem LEB gaf eftirfarandi umsögn um 27. nóvember 2013, er vísað til fyrri umsagnar sem er í fullu gildi.

 

 

Landsamband eldri borgara telur eðlilegt að  Alþingi þurfi að innleiða tilskipun Evrópuþingsins um framkvæmd meginreglunnar um jöfn tækifæri og jafna meðferð karla og kvenna að því er varðar atvinnu og störf sem vísað er til.  Einnig er vísað i meginreglu um jafna meðferð kvenna og karla að því er varðar aðgang að og afhendingu vöru og þjónustu sem vísað er til í 18. Viðauka samningsins um EES. Megintilgangur frumvarpsins er sagður vera til að gera nauðsynlegar breytingar á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í því skyni að innleiða með fullnægjandi hætti nokkar tilskipanir í ljósi athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA og tryggja þar með réttarvernd beggja kynja hvað það varðar.

 

Í  5. gr.frumvarpsins segir: „ Hvers konar mismunun á grundvelli kyns við ákvörðun iðgjalds eða við ákvörðun bótafjárhæðar vegna vátryggingarsamnings eða samkvæmt annarri skyldri fjármálaþjónustu er óheimil.  Kostnaður tengdur meðgöngu og fæðingu má ekki leiða til mismunandi iðgjalda eða bóta fyrir einstakling. Þó ákvæði í frumvarpinu geti  leitt til hækkunar á  tryggingariðgjöldum kvenna,og þá jafnframt til lækkunar fyrir karla,   þá teljum við  felast í frumvarpinu ákvæði til að jafna hlut kvenna og karla og því erum við meðmælt. Við gerum  því ekki athugasemdir við frumvarpið.

 

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin hefur samþykkt umsagnirnar í tölvupósti og þær verið sendar Nefndasviði Alþingis.

 

 

  1. Fréttir af nefnd um endurskoðun almannatrygginga

 

JVK gerði grein fyrir starfi nefndarinnar en verið er að þróa, kostnaðarreikna og vinna með þær hugmyndir sem komu fram í fundargerð 277 fundar.

 

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til upplýsingar.

 

 

  1. Fréttir af starfi Framkvæmdasjóðs aldraðra

 

EE gerði grein fyrir starfi sjóðsins. Umsóknarfrestur um framlög úr sjóðnum rann út í byrjun ársins og bárust 38 umsóknir, að mestu til viðhaldsverkefni. Árlegar tekjur sjóðsins af skatttekjum nema um 1,7 milljörðum króna. Eyjólfur kynnti samþykkt stjórnar LEB frá 277 stjórnarfundi sem var svohljóðandi „Landssamband eldri borgara mótmælir því harðlega að fjármagn Framkvæmdarsjóðs aldraðra verði notað til þess að greiða rekstur hjúkrunarheimila. Aðalmarkmið sjóðsins er að stuðla að fjölgun hjúkrunarheimila. Neyðarástand er að skapast vegna vöntunar á hjúkrunarrýmum , á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og víðar á landinu. Ástandið á enn eftir að versna ef ekkert er að gert, þar sem áætlanir gera ráð fyrir mikilli fjölgun þeirra sem verða að leita eftir þjónustu og geta ekki bjargað sér lengur heima hjá sér vegna veikinda. Samfélagið allt verður að bregðast við vandanum nú þegar með gerð áætlunar um fjölgun hjúkrunarrýma til að mæta áætlaðri þörf á næstu árum. Brýnt er að sveitarfélög og ríki standi saman að gerð slíkrar áætlunar ásamt Landssambandi eldri borgara.“

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til upplýsingar.

 

 

  1. Fréttir af starfi nefndar um endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga o.fl.

 

HI lagði fram verkáætlun um starf nefndarinnar 2015 sem miðar að því að drög að frumvarpi liggi fyrir haustið 2015.

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til upplýsingar.

 

 

  1. Landsfundur LEB 5-6 maí 2015

 

JVK og HI gerðu grein fyrir undirbúningi fundarins og lögðu fram drög að dagskrá og fyrirkomulagi fundarins.

 

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Unnið verður að málinu áframhaldandi.

 

 

  1. Fréttir af starfi Velferðarvaktarinnar

 

HI gerði grein fyrir fyrir að Velferðarvaktin vinnu um þessar mundir að því að kynna og fylgja eftir tillögum sínum.

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar

 

 

  1. Ársskýrslur aðildarfélaga

 

HI gerði grein fyrir að aðildarfélög LEB hefðu tekið vel í að gera ársskýrslu í stöðluðu formi um grunnatriði í starfsemi félagsins þannig að fá megi betri yfirsýn yfir starfsemina heldur en verið hefur. Nær öll aðildarfélögin hafi skilað ársskýrslu.

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin fagnar góðum árangri af þessari nýjung í starfseminni.

 

 

  1. Heimsóknir til FEB félaga

 

JVK gerði grein fyrir heimsóknum á aðalfundi nokkurra aðildarfélaga LEB.

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

 

  1. Útgáfa afsláttarbókar

 

HI sagði frá vinnu LEB og Félags eldri borgara í Reykjavík við undirbúningi að útgáfu afsláttarbókar og sé sú vinna á áætlun.

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar

 

 

  1. Listin að lifa – vorblað

 

JVK sagði frá starfi ritnefndar við undirbúning útgáfu á vorblaði Listarinnar að lifa.

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

 

  1. Þjónusta TR

 

JVK greindi frá að TR hafi óskað eftir tilnefningu í vinnuhóp til að skoða og gera tillögur um fyrirkomulag á þjónustu TR

 

 

Afgreiðsla stjórnar: Haukur Ingibergsson er tilnefndur í þetta verkefni.

 

 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn þriðjudaginn 14. apríl kl. 10:00

 

 

Fundi slitið kl. 14:00

 

 

Fundargerð ritaði Haukur Ingibergsson.