fbpx

332 – stjórnarfundur LEB 16. júní 2020 – Word skjal

Haldinn í bækistöðvum LEB, Sigtúni 42, 105 R. kl. 9.30 – 12.00
Mættir:

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður, Haukur Halldórsson varaformaður, Valgerður Sigurðardóttir gjaldkeri,
Dagbjört Höskuldsdóttir ritari, Ellert Scram meðstjórnandi.
Einnig varastjórn: Drífa Sigfúsdóttir, Ingólfur Hrólfsson,og Ólafur Örn Ingólfsson

og starfsmaður LEB Viðar Eggertsson.

 

Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirskrifuð.

  1. Lokaundirbúningur Landsfundar 2020.
    Landsfundurinn verður haldinn á Hótel Sögu. Verið að ganga frá samningum við hótelið.  Ljóst er að laganefnd þarf að starfa á þinginu, komnar eru inn breytingartillögur við tillögur laganefndarinnar. Verið er að vinna að loka tillögum um dagskrárefni.  Starfsmenn landsfundar flesti komnir. Fundarstjóri kominn. Flestir liðir liggja fyrir og framsögumenn. Dagskrá samkv. lögum Landssambandsins. Fulltrúar geta mest verið 131.

 

  1. Áritun ársreikninga
    Valgerður sagði frá reikningunum og stjórn samþykkti og undirritaði reikningana.

 

  1. Ósk um samstarf við gerð könnunar sem hefur verið gerð á 5 ára fresti
    Haft var samband við LEB frá félagsmálaráðuneytinu um að við tækjum þátt í greiningu á högum og líðan aldraðra á Íslandi en álíka greining var gerð 2016. Þetta er á vegum Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins og væntanlega verður leitað til Félagsvísindastofnunar Háskólans um gerð könnunarinnar. Það mun kosta einhverja peninga.  Lagt fram og rætt, ákveðið að taka ákvörðun þegar nánari upplýsingar liggja fyrir, um kostnað og fl.

 

  1. Nýr leigusamningur?
    Komin tillaga frá UMFÍ um nýjan samning. Gildandi samningur er um margt barn síns tíma. Innifalin margs konar þjónusta sem hefur ekki verið notuð. Leigan hefur hækkað vísitölubundið. Er núna 158 þús rúml. Samningsdrögin er breytt að því leiti að búið er að taka út alla þjónustu og leigan fari í 130 þúsund eins og tlllaga er um frá UMFÍ og  uppsagnarfrestur verði 3 mánuðir í stað 6 mánaða. LEB sendi þeim gagntilboð þar sem innifalið er m.a  prentunaraðstoð og ljósritun og  leigan verði 130 þús. Skoðað hefur verið húsnæði annars staðar sem jafnvel er ódýrara, en aðstaða, staðsetning og bílastæði er almennt erfiðara. Samþykkt að reyna að ná samningum við áframhaldandi leigu hjá UMFÍ.

 

  1. Umhverfismálin verkefni / næstu skref
    Umbúðarlausir eldri borgarar. Umhverfisráðuneytið veitti LEB 3 milljóna styrk. Rætt var við Kolbrúnu Halldórsdóttir, hún er aðeins að skoða málin og verður fundur með henni bráðlega.
    Útbúnir verða taupokar sem fundargögn landsfundarins verða sett í og nýtist svo sem innkaupapokar fyrir eldri borgara. Eldri borgarar geta komið sterkir inn l umhverfismálum.

 

  1. LEB blaðið 2020
    Blaðið er tilbúið til prentunar og er mjög fjölbreytt og fallegt með Elizu Reed forsetafrú á forsíðu. Verður tilbúið á landsfundi. Erfitt er með auglýsingar. Verður sent í pósti til hluta hópsins og svo munu mörg félög sjá um dreifingu. Útgefin blöð eru 27 þúsund eintök.
    Rætt aðeins um afsláttarbókina.

 

  1. Önnur mál
    – Þórunn átti góðan fund með nöfnu sinni Sveinbjarnardóttir hjá BHM. Rætt um samvinnu og hver væru framtíðarmarkmið LEB með launþegasamböndunum. Um að halda beri uppi virðingu við eldra fólk alla tíð, og einstaklingarnir gleymist ekki þó þeir séu ekki lengur á atvinnumarkaðnum.- Haukur sagði frá  fundi starfshópsins  um lífskjör og velferð, sem búið er að skipta niður. Jákvætt var við skiptinguna er að fleiri mál voru rædd. Hann las fundargerð frá síðasta fundi hópsins. Nokkuð góð umræða hafi verið. Jákvætt var að farið skal niður í vinnu Skúla  nú í sumar. Svo sagði hann frá fundi í Kjaranefndinni. Rétt er að senda út til alþingismanna greinagerð formanns kjaranefndar ásamt ályktun stjórnar, byggða á vinnu kjaranefndar LEB og FEB-R, varðandi hækkun á almennu frítekjumarki.
    Kjaranefndin vill  dreifa til landsfundarfulltrúa samantekt úr skýrslu Skúla, ásamt greinagerð.- Þórunn sagði frá því sem hún tók þátt í innan starfshópsins, svo sem félagslegum þáttum. Eldri borgarar eru orðnir yfir 45 þúsund, 67 ára og eldri. Frekar  jákvæðir fundir. Hún ræddi um samtal við aðstoðarmann ráðherra en þeir fundir sem vill gera vel en kemst ekki langt.

Góðar umræður urðu um baráttutækni og hvernig ekkert virðist vera tekið tillit til skoðana eldra fólks þrátt fyrir kosningaloforðin.

– Drífa spurðist fyrir um frumvarp  um að bönnuð sé aldursmismunun.

– Þórunn þurfti að yfirgefa fundinn, Haukur tók við stjórn hans.

– Valgerður minntist á að þetta væri síðasti fundur Ellerts og var honum þakkað kærlega fyrir samstarfið og óskaði stjórnin honum alls góðs í framtíðinni.

– Valgerður dreifði fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

– Dreift var tillögum fyrir landsfund frá tveim félögum, annars vegar um lagabreytingar og hins vegar ályktun um stuðning við Gráa herinn og fl.

Haukur lýsti yfir að fundinum væri lokið- Fundi slitið.

Fundargerð ritaði Dagbjört Höskuldsdóttir.