fbpx

334. – Stjórnarfundur LEB 24. sept 2020 – word

334. – Stjórnarfundur LEB 24. september 2020 – pdf

Kl. 10.00-13.30

Mættir: Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Haukur Halldórsson, Valgerður Sigurðardóttir, Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Ingólfur Hrólfsson og Þorbjörn Guðmundsson.
Dagbjört Höskuldsdóttir og Guðfinna Ólafsdóttir boðuðu forföll.

 

Fundargerð síðasta fundar samþykkt

 

  1. Staðan í dag
    Farið var nokkrum orðum um covid stöðuna og umræður síðustu daga m.a. um áhrifin á heilsu fólks en þar er ýmislegt að koma í ljós. Verkefnastjórn hefur átt einn fund um áherslur vegna fjárlagafrumvarpsins og líka um aðgerðahóp fyrir eldra fólk.

 

  1. Verkefni LEB – kynning á stöðu þeirra
    Glærukynning á stöðu og áherslur á öllum þeim verkefnum sem LEB hefur fengið styrki til að vinna að. Lagt til að sækja um að nýju í október 2020.

 

  1. Vinnufundur stjórnar – byrjun í dag
    Til stóð að haldinn yrði stefnumótunarfundur hjá LEB í dag en vegna anna við málþingið um einmanaleika náðist ekki nægur tími til undirbúnings. Í lið 2. eru fyrstu upplýsingar til stjórnar til að vinna með í stefnumótun.

 

  1. Nefndarstörf
    a) Kjaranefnd LEB. Frá LEB komi Drífa Sigfúsdóttir, Haukur Halldórsson, Sigurður Björgvinsson og Guðmundur Guðmundsson með þeim fyrirvara að þau staðfesti beiðni þar að lútandi. Frá Reykjavíkurfélaginu koma Þorbjörn Guðmundsson og Sigurbjörg Gísladóttir. Varamaður þeirra er Ingibjörg H. Sverrisdóttir, en varamenn fyrir LEB hópinn eru Stefanía Magnúsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir.
    B) Ákveðið að tilnefna nýja varamenn í Starfshóp um lífskjör og aðbúnað aldraðra sem er á forræði félagsmálaráðuneytisins. Ingibjörg H. Sverrisdóttir verður varamaður Þorbjörns Guðmundssonar og varamenn Þórunnar og Hauks verða Valgerður Sigurðardóttir og Ingólfur Hrólfsson.

 

  1. Undirskrift stjórnar á eigendum LEB eða forsvarsmenn
    Rætt um rafræna undirskrift sem er orðin möguleiki og að undirbúa skjölin með nöfnum  fyrir næsta fund til að skrifa undir þau. Nýjar undirskriftir eru nauðsynlegar þegar ný stjórn er skipuð.

 

  1. Starfsmannamál
    Lagt fram minnisblað um þá starfsmenn sem vinna hjá eða fyrir LEB.
    a) Samþykkt var að hækka starfshlutfall Viðars Eggertssonar úr 40% í 50% starf sem skrifstofustjóra frá 1. október nk.
    b) Rætt var um starf formanns og starfsréttindi, ákvörðun frestað til næsta fundar vegna frekari skoðunar.
    c) Gjaldkerastarfið hefur verið í höndum Valgerðar Sigurðardóttur og lagt var til að hún fengi 15.000.kr. hækkun. Samþykkt.
    d) Guðrún Ágústsdóttir ráðgjafi og verkefnastjóri hefur verið ráðin í einstök og tilfallandi verkefni og fengið greitt vegna þeirra. Það verður óbreytt.

 

  1. Nýlokið málþing um einmanaleika og framhald málsins
    Þann 17.september stóð LEB fyrir vel heppnuðu málþingi á Hótel Hilton Nordica þar sem mættu um 100 manns, sem var hámark vegna sóttvarna. Málþinginu var streymt og einnig tekið upp og verður aðgengilegt á heimasíðu LEB í vandari útgáfu. Fyrirlesarar á málþinginu fluttu afar áhugaverð erindi sem í var fólgin mikil fræðsla og hvatning til að gera betur í þessum málaflokki. Mikil þörf á fjölgun sjálfboðaliða og vitundarvakningu í umhyggju við annað fólk með ýmsum leiðum. Stefnt er að því að koma þessum umræðum út um landsbyggðina í samvinnu við Guðrúnu Ágústsdóttur sem hefur sérhæft sig í þessum málaflokki. Fram kom að gott væri að hefja umræðu um búsetu á efri árum og hvort hugmyndafræðin að búa sem lengst heima væri að ganga sér til húðar eða sé rétt stefna.

 

  1. Nýjar upplýsingar um heilsu eldra fólks í Covid
    Ýmislegt bendir til að einhver hluti eldra fólks hafi átt erfitt s.l. mánuði og þurfi hjálp og stuðning við endurhæfingu og aðrar lausnir sem henta á þessum tíma. Vinna verður að því að ná til þessa fólks með öllum leiðum.

 

  1. Stafrænt Ísland
    Einn af þeim styrkjum sem ráðuneyti félagmála veitti LEB nýlega er ætlaður til að greiða fyrir: að LEB leggi fram þekkingu og upplýsingar til að vefurinn island.is verði með gagnlegar upplýsingar fyrir eldra fólk og aðstandendur þeirra. Nú er í gangi prófun á vefnum og LEB beðið um að fara þar inn og prófa verkefni þar. Sent á stjórnarmenn.

 

  1. Könnun á högum og líðan eldra fólks
    Rannsókn á vegum félagsmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og LEB. Þessi stóra könnun er gerð á 5 ára fresti til að mæla breytingar hjá eldra fólki. LEB ákvað að vera með sem fyrr og veitir verkefninu framlag uppá 500.000 kr.

 

  1. Vefur LEB og auglýsingar / fjáröflun
    Rætt um heimasíðu LEB sem er verulega góð. Umræða um að setja þar inn auglýsingar sem greitt er fyrir og  var samþykkt að skoða það. Einnig að LEB gæti verið með sölusíðu með t.d. umhverfisvæna innkaupapoka, kennslubæklinga, sem eru þegar vörur sem LEB hefur látið framleiða. Síðan gæti fleira komið til sem gæti bæði styrkt LEB og kjarabaráttu þess sem og verið til hagsbóta fyrir eldra fólk.

 

  1. Innsend erindi.
    a) Kynning á ársfundi Öldrunarráðs Íslands 6. október n.k. sem haldinn verður sem fjarfundur og allir velkomnir.
    b) Fyrirspurn um afsláttarkjör fyrir eldra fólk á flugferðum frá Reykjavík út á land. Þá er m.a. vísað til nýrra kjara sem opna á almennt lægri fargjöld til Reykjavíkur. Spurningunni svarað með tilvísun á sveitarfélag viðkomandi.
    c) Erindi frá Inga Thor Jónssyni, verkefnastjóra viðburða í fjölskyldugarðinum hjá Reykjavíkurborg. Hann er með hugmynd um 2-3 daga vorgleði sem tengdist eldra fólki. Samþykkt að funda með honum.

 

  1. Önnur mál
    a) Afsláttarbókin kom til umræðu og var ákveðið að setja fljólega af stað vinnu við að gera nýja afsláttarbók með vandari vinnubrögðum. Afsláttarbókin er enn vinsæl.
    b) Kvartanir hafa borist LEB og FEB-R vegna Afsláttarbókarinnar um að einhverjir auglýsendur sem eru að taka að sér lagfæringar í heimahúsum séu ekki alveg að gera verkin vel og setja svo himinháar kröfur. Málið verður skoðað.
    c) Umræður sem fram hafa farið um stöðu á kjörum eldra fólks kallar á hópavinnu sem er þegar komin í gang og þar hefur verið rætt um formannafund í október. Tilefni fundarins væri að fræða fólk um væntanlegt fjárlagafrumvarp og undirbúa fólk fyrir umræður fyrir verðandi kosningar að ári.

 

Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 22. október nk. kl. 10.00 – 13.30

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið 13.30

Fundargerð ritaði Þórunn Sveinbjörnsdóttir í förföllum ritara LEB

 

 

 

 

 

Fundargerð samþykkt á stjórnarfundi 29. október 2020

 

Þórunn Sveinbjörnsdóttir                                Haukur Halldórsson

 

Valgerður Sigurðardóttir                                 Ingibjörg Sverrisdóttir

 

Ingólfur Hrólfsson                                           Þorbjörn Guðmundsson