fbpx

333. – Stjórnarfundur LEB 20.ág 2020 – word

333. – Stjórnarfundur LEB 20.ág 2020 – pdf

333. Stjórnarfundur LEB 20. ágúst 2020

Kl. 10.00 – 13.30
Haldinn í aðsetri LEB að Sigtúni 42, 105 Reykjavík

Mættir: Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Haukur Halldórsson, Valgerður Sigurðardóttir, Ingólfur Hrólfsson, Þorbjörn Guðmundsson, Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Guðfinna Ólafsdóttir og Dagbjört Höskuldsdóttir.

Fundargerð síðasta fundar lá fyrir. Þeir stjórnarmenn sem sátu þann fund undirrituðu og samþykktu fundargerðina.

 

  1. Stjórn boðin velkomin og skiptir með sér verkum
    Þórunn setti fund og bauð alla velkomna, sérstaklega nýja stjórnarmenn.
    – Ingólfur stakk uppá að sömu aðilar verði áfram í embættum, Haukur Halldórsson sem varaformaður, Valgerður Sigurðardóttir gjaldkeri og Dagbjört Höskuldsdóttir ritari. Eftir nokkrar umræður var þetta samþykkt.
    – Haukur fór fram á að þeim Þórunni yrði falið að semja við Valgerði um þóknun vegna hennar starfa.  En hún hefur unnið mikið starf við að koma í lag bókhaldi og fjármálum. Fyrir dyrum stendur að færa bókhaldið til aðila sem eru staðsettir hér á sömu hæð og skrifstofa LEB.
    – Haukur vakti máls á að skv lögum LEB hefði átt að senda út fundargerð landsfundar innan mánaðar, en hún hefur ekki skilað sér enn.  Senda á hana til stjórnar og síðan til aðildarfélaganna.
    – Haukur minnti einnig á að senda þarf út til  fyrirtækjaskrá RSK  upplýsingar um nýja stjórn og ný samþykkt lög LEB frá 30 júní s.l.

 

  1. Verkefni frá Landsfundi 30 júni 2020
    Erindi barst frá FEB Reykjavík um 100 kr lækkun á félagsgjaldi. Þorbjörn sagði að vegna dráttar á aðalfundi félagsins hafi ekki verið unnt að hækka árgjald á réttum tíma. Valgerður sagði að nauðsyn bæri til að uppfæra félagatal, svo ekki sé verið að borga fyrir óvirka félaga og látna. Haukur benti á lagabreytingu á lögum LEB sem var sett inn á síðasta landsfundi og snýr að því að nú skal borga félagsgjald af öllum félögum. Ekki væri unnt að undanskilja heiðursfélaga, en sum félögin hafa ekki innheimt árgjald af elstu félagsmönnunum. Umræður. Samþykkt að skoða mál FEB Reykjavík betur  fyrir næsta stjórnarfund.2.  Umræður um Gráa herinn.  Til máls tóku Þorbjörn og Haukur, síðar Ingólfur og Þórunn. Rætt var um þær tvær tillögur sem fram komu á aðalfundinum og vörðuðu stuðning við Gráa herinn og  afgreiðslu þeirra.  Til máls tóku líka Ingibjörg og Dagbjört. LEB styður málsóknina samkvæmt ályktun sem samþykkt var á síðasta landsfundi, þó LEB sé ekki beinn aðili að málssókninni.

 

  1. Yfirferð á yfirstandandi verkefnum LEB
    Þórunn fór yfir málefnin:
    Málefni sem var styrkt af umhverfisráðuneytinu, „Umbúðarlausir eldri borgarar”.  Þórunn leggur til að taupokinn sem gerður var fyrir landsfundinn verði seldur. Til eru enn 150 pokar. Samþykkt að hann verði seldur á 1500 kr. Kolbrún Halldórsdóttir hefur komið til fundar á skrifstofuna og í undirbúningi er gerð auglýsinga.
    2.  Vinna við bæklingana um Ipad og Android  hefur verið mikil og sala mikil.
    3. Nauðsyn er að halda áfram með verkefnið símavinir með Rauða krossinum.
    3. Eldri ökumenn. Gefin var út auglýsing þar sem farið er yfir möguleikana sem eldri borgarar hafa til að hætta akstri. Þetta er verkefni með Samgöngustofu. Áframhald verður á því samstarfi.
    4. Ráðstefna um einmanaleika var ákveðin í september. Búið var að fá fyrirlesara, m.a. Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Ölmu Guðmundsdóttur landlæknir, Berglindi Magnúsdóttur  frá Reykjavíkurborg. Erfitt um framkvæmd vegna Covid. Rétt að bíða með endanlega ákvörðun um ráðstefnuna.
    5.  Heilsuefling eldri borgara. Hjá Landlæknisembættinu er unnið að heilsueflingu í sveitafélögum og eru mjög mörg orðin þátttakendur í Heilsueflandi samfélag. Það sem snýr að eldri borgurum hefur LEB haft aðkomu að og tekið þátt í nokkrum fundum vegna málsins.
  2. Erlendir, aldraðir nýbúar með skerta búsetu
    Fara á í kynningarherferð á lögum nr. 74/2020 um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða með skertan búsetu, sem brátt tekur gildi. Finna þarf hópinn og greina hann, bæði íslendinga sem eru heimfluttir eftir langa búsetu erlendis og þá erlendu nýbúa sem náð hafa aldri. Fara á fram á að ráðuneytið fari í kynningarherferð. Mikil þörf er á að ná betur til þessa hóps.  Barbara Kristvinsson, Guðrún Ágústsdóttir og Edda Ólafsdóttir hafa tekið þátt í þessari vinnu.

 

  1. Nefndir á vegum LEB
    Formaður dreifði blaði með öllum nefndum LEB. Farið yfir störf nefndanna og verksvið. Dreift bréfi frá Félagsmálaráðuneytinu um breytingu á starfssemi Velferðarvaktarinnar og beðið um tilnefningu í henni. Til máls tóku Dagbjört, Þórunn og fleiri. Samþykkt að Dagbjört Höskuldsdóttir verði áfram fulltrúi og sami varamaður áfram.

 

  1. Fjármál / fjáröflun LEB
    Valgerður gjaldkeri fór yfir fjárhaginn, stöðu á bankareikningum og stöðu á styrkjum. Halda þarf vel utan um styrkveitingar, þær eru nú vel utan almenns fjárhags LEB. Þorbjörn lagði til að sóst yrði eftir því að fá hlutdeild í hagnaði af Lotto. Umræður og allir sammála því.

 

  1. Vinnufundur / stefnumótun stjórnar
    Haldnir hafa verið stjórnarfundir um það bil einu sinni í mánuði. Þá ætti næsti fundur að vera 17. eða 24. september.  Stefnt að því að fara í stefnumótunarvinnu á næsta fundi.

 

  1. Covid 19 og næstu mánuðir
    Fylgjast verður náið með framvindunni. Mikið óöryggi er hjá mörgum. Ingólfur stakk upp á að leitað verði upplýsinga hjá félögunum hvað þau eru að gera á þessum óvissutímum og fá þannig hugmyndir. Vont væri að skrúfa alveg fyrir félagsstarf, það eykur einmanaleika og kvíða.

 

  1. Erlent samstarf:
    Fundarhöld hafa legið niðri vegna Covid faraldursins. Þórunn og Haukur skýrðu lítillega frá því sem í þessu samstarfi felst og hvað við höfum og getum grætt á því.

 

  1. Innsend erindi
    – Erindi kom frá ferðaskrifstofunni Nonna um ferðir til Grænlands. Hætt við.
    – Erindi frá fólki sem vill flytja frá Kanada og vill fá upplýsingar um hvernig hægt er að flytja til Íslands. Rétt er að vísa á ráðuneytið.
    – Hringt var frá sýslumanni á Suðurlandi og rætt um vandamálin við að koma eldri borgurum inná stafræna miðla.
    – Hringt var frá nokkrum aðilum sem voru með gamla síma sem ekki gátu sótt ferðaávísunina.
    Skrifstofan reyndi að leysa úr þeim málum sem unnt er.

 

  1. Önnur mál
    Þorbjörn sagði frá því að samtal væri víða að hefjast um kjaramálin og að illa gangi að ná árangri í kjarabaráttu aldraðra. Kosningar verða á næsta ári og fjárlög í vinnslu. Lögð hefur verið áhersla á að lífeyrir fylgi launavísitölu en lítið áunnist þrátt fyrir viðræður við stjórnvöld. Nauðsynlegar eru sértækar aðgerðir fyrir þá launalægstu. Stilla verður saman strengi um hvernig hægt er að auka þrýsting vegna fjárlagagerðar og svo vegna kosninga. Ekki síst þarf að hefja samtal við stjórnmálaflokkana.  Voru allir sammála um tími væri kominn til að taka til róttækari aðgerða. Dagbjört stakk upp á að LEB  fengi eldri borgara á Austurvöll þegar umræður væru um mál sem snerti þá og við myndum faðma að okkur þinghúsið, mynda hring í kringum húsið. Ingólfur benti á að ekki væru starfandi félög eldri borgara allstaðar, rétt væri að  að hafa  samband við eldri borgara þar sem félög væru ekki starfandi og reyna að veita aðstoð við að stofna ný félög eða endurvekja þau sem eru í dvala.

 

Fleira ekki gert – fundi slitið.

Dagbjört Höskuldsdóttir, ritari.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir                     Haukur Halldórsson

     Valgerður Sigurðardóttir                      Ingibjörg H. Sverrisdóttir

       Ingólfur Hrólfsson                                Þorbjörn Guðmundsson