fbpx

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hyggst leggja sér­staka áherslu á mál­efni aldraðra á árinu 2019 og ræddi af því tilefni á dögunum við sér­fræðing­a á sviði heil­brigðisþjón­ustu við aldraða.Þetta kom fram í Morgunblaðinu 7. febrúar 2019 og ennfremur að ráðherrann myndi á næstunni ræða um ýmsar hliðar heil­brigðisþjón­ustu við aldraða, meðal annars for­varn­ir og heilsu­efl­ingu aldraðra, verka­skipt­ingu rík­is og sveit­ar­fé­laga, sjón­ar­mið not­enda og fleira. Hún seg­ir að heil­brigðis­stefna til 2030 sé kom­in til Alþing­is. Þar birt­ist heild­ar­sýn á upp­bygg­ingu heil­brigðisþjón­ust­unn­ar.

Á rúmu ári sem ég hef gegnt embætti heil­brigðisráðherra hef ég séð ákveðna hluta heil­brigðisþjón­ust­unn­ar þar sem eru brota­lam­ir og skipu­lagið ekki sem skyldi. Þetta er mjög mis­mun­andi eft­ir mála­flokk­um en til­tekn­ir þætt­ir heil­brigðisþjón­ust­unn­ar rata oft­ar en aðrir á forsíður blaðanna vegna þess að það er skort­ur á skipu­lagi, nún­ing­ur á milli kerfa eða ein­hver slík kerf­is­læg vanda­máll,“ hefur blaðið eftir Svandísi.

Ráðherrann kveðst nú kanna hvaða verkefni sé hægt að ráðast í til að einfalda kerfið sem nú sé of flókið fyrir bæði þá er veita þjónustu og njóta hennar. Svandís nefnir líka sóknaráætlun í uppbyggingu hjúkrunarheimila og tilraunaverkefni um að nýta rekstrarfé sem annars hefði farið í hjúkrunarrými fyrir dagdvalarþjónustu. Þá sé aukin áhersla lögð á öldrunarmál hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með því að ráða öldrunarhjúkrunarfræðinga til starfa.