fbpx

 

 

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB og Ari Edwald forstjóri MS handsala nýjan hollvinasamning.   ATH: Spritt var notað óspart við handsalið.                 

 

Á undanförnum árum hefur LEB – Landssamband eldri borgara átt gott samstarf við MS – Mjólkursamsöluna um að kynna til leiks afurðir sem eru próteinríkar og geta þannig gefið eldra fólki betri heilsu þegar árin færast yfir.

Umræða um heilsu á efri árum hefur aukist og fram hefur komið að þörfin fyrir hollustu vex. Oft finnst eldra fólki erfitt að versla inn fyrir eina manneskju og finnst jafnvel leiðinlegt að borða eitt. Það getur verið erfitt fyrir suma að versla inn. Í umræðunni hefur líka komið fram að margar einingar í verslunum henta illa þeim sem búa einir. Því þær eru oftast alltof stórar eða geymsluþol stutt.

Því getur verið gott að eiga í ísskápnum handhægar vörur, svo sem skyr af einhverri góðri tegund eða drykk eins og Næring+ Millimál í fernu sem fæst í tveim bragðtegundum. Svo má líka benda á Hleðslu sem er virkilega hollur og bragðgóður.

Þessar vörur sem hér hafa verið nefndar er sérstaklega góðar til að styrkja bein og vöðva með hollu próteini.

„Sérstök áhersla var lögð á að hafa drykkinn eins prótein og orkuríkann og hægt var án þess að láta það bitna á bragðgæðum vörunnar,“ segir Dr. Björn S. Gunnarson vöruþróunarstjóri MS um Næring+

Margir hafa keypt þessar vörur til að stykja foreldra sína sem jafnvel þjást af lystarleysi og/eða þurfa að styrkja vöðvabúskapinn.

Þetta góða samstarf leiddi svo til þess að MS er orðin hollvinur LEB – Landssambands eldri borgara.

 

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB