fbpx

 

Ólafur Kristjánsson, Óli tölva, tölvukennari hjá Netkynning

 

Það að læra á og geta nýtt sér tölvu eða snjalltæki einfaldar lífið. Að kunna vel á tölvuna er lykilatriði til að tækið nýtist manni sem best í daglegu lífi. Viðmót tækisins verður aðgengilegra og ekki eins flókið ef maður lærir á það og getur nýtt sér hina óteljandi möguleika sem tölvan eða snjalltækið býður uppá.

Kannski er ekki úr vegi að koma sér af stað og nýta tímann þegar hann gefst til að auka þekkingu sína?

Netkynning.is hefur sett saman alhliða Google námskeið á íslensku sem tekur ekki á aðeins einu atriði, heldur mörgum, og hjálpar til við skilvirka leit og vinnslu.

Almennt verð er 16.900 kr.

Verð til félagsmanna allra félaga eldri borgara um allt land er 12.900 kr. (fyrir einstakling/hjón) í samfellt 6 mánuði. Áskriftin gildirsemsagt í 6 mánuði. Hægt er að fá greiðslunni skipt í 6 jafnar greiðslur ef vill, sem gera 2.150 kr. á mánuði.

Endurnýjun í 6 mánuði í viðbót kostar aðeins 5.900 kr.

Ef eitthvað kemur uppá í námsferlinu þá getur fólk einfaldlega hringt í tölvukennarann Óla tölvu, sem greiðir úr málum í gegnum síma.

Kennsluvefurinn netkynning.is er allur á íslensku og kennslumyndböndin líka.

Slóðin á vefinn er netkynning.is og það sem á eftir að koma á óvart er að það er hægt að setja íslenskan texta á Youtube myndbönd.

Leiðbeinandi námskeiðanna hjá Netkynningu er margreyndur tölvukennari Ólafur Kristjánsson eða Óli tölva, sem hefur oft komið fram í fjölmiðlum varðandi tölvu og tæknimál.

Að vinna með Google er einfalt og þægilegt ef maður kann það. Því má segja að eins margir og misjafnir einstaklingarnir eru, þá eru þarfir þeirra og væntingar til tækisins að sama skapi misjafnar.

Það er ekki flókið verk að kveikja á tækinu en þegar það á að nota það vandast málið.

  • Ef ég vil laga til ljósmynd, hvað takka á að nota?
  • Ef ég vil taka eitthvað úr mynd eða bæta einhverju við?
  • Hvernig á að lýsa eða dekkja mynd eða setja saman mynd ef ég fer á Youtube og finn eitthvað sem ég hef áhuga á?
  • Hvernig set ég það í möppu í minni tölvu eða tæki?
  • Ef ég ætla að skipuleggja ferðalag og þarf jafnvel að fara með meira en einu flugi og búa til gott ferðalag hvernig geri ég það?
  • Ég þarf að millifæra á erlendan reikning.
  • Mig langar að lesa um frægan söngvara.

Þarna er mögulega komin upp smá vandamál sem eigandi tölvunnar veit og þekkir og hefur jafnvel séð að allar þessar upptalningar eru framkvæmanlegar í tölvunni, en hvernig?

Þið þekki eflaust mörg þessa dæmisögu:

Miðaldra eða eldri einstaklingur hringir í soninn að því að hann er að vinna í tölvufyrirtæki og kann allt. Loksins þegar sonurinn hefur tíma verður hann pirraður og hefur enga þolinmæði til að kenna fyrir utan það að hann sýnir þetta svo hratt að það er ekki vinnandi vegur að fylgja honum eftir og aðstoðin leysist upp í spjall um börnin hvernig þau hafa það.

Flest heimili eiga tölvur eða snjalltæki og því er mikill hægðarauki að kunna á tækið í stað þess að þurfa að hringja í vin.

Þá er bara eitt eftir að það er að læra eftir kennslumyndböndum. Þau liggja út um allt og virðist vera hægt að finna flest á Youtube, en gallinn þar er sá að það skilja ekki allir leiðbeinandann því hann talar á ensku eða öðru tungumáli í kennslumyndbandinu. Þeir eru margir býsna góðir og kunna sitt fag en það er nánast ekkert á íslensku.

Nýverið kom á netið kennsla á íslensku um Google, það er einmitt það sem Netkynning.is býður upp á.

Margir mundu halda að það sé óþarfi því það kunni allir á Google, en Google er orðið svo stórt að vilji maður einfalda líf sitt og læra á eitt kerfi þá hefur Google allt sem þarf.  Kennslan sem Netkynning.is miðar einmitt að því að kenna á allt sem Google hefur upp á að bjóða.

Flestir telja sig nokkuð góða í að leita á Google en í kennslunni er einmitt kennt að leita og flest leitarskilyrðin sýnd gæsalappir tvípunktar plús og mínus. Síðan er kennt hvernig þú heldur utanum ljósmyndir sem mjög margir eru í vandræðum með. En Google er með lausnina. Ritvinnsla með raddinnslætti. Töflureiknir í anda Excel er í Google og geymsla á gögnum.

Google námskeiðsflokkar eru:

  • Google Chrome vafrinn
  • Leit á Google
  • Google Viðbótarforrit
  • Google streymi
  • Google Drive skýjaþjónustan
  • Google Photo ljósmyndir og geymsla á ljósmyndum
  • Gmail tölvupóstur
  • Google dagatalið
  • Google þýðingar translate
  • Youtube

og margt, margt fleira.