Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Samráðsfundur um norræna framtíðarsýn í loftslagsmálum

9 okt 2019 @ 1:00 e.h. - 3:00 e.h.

Samráðsfundur um framtíðarsýnina verður haldinn þann 9. október nk. kl. 13:-15 í Norræna húsinu. Þar gefst fulltrúum félagasamtaka og fulltrúum úr atvinnulífinu, tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri um hverjar áherslur norrænnar samvinnu ættu að vera þegar kemur að loftslagsmálum, í ljósi hinnar nýju framtíðarsýnar.

Dagskrá fundarins:

  1. Kynning á framtíðarsýninni – ferlið og hugsunin á bakvið hana: Paula Lehtomäki, framvkæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. (Nánar um framtíðarsýnina hér: https://www.norden.org/is/framtidarsyn-okkar-2030)
  2. Kynning á norrænu samstarfi um lausnir í loftslagsmálum: Anders Geertsen, deildarstjóri vaxtar- og loftslagsdeildar Norrænu ráðherranefndarinnar.
  3. Opnar umræður um hverjar áherslur norrænnar samvinnu ættu að vera í framhaldinu. Fundarstjórn: Geir Oddsson.

Samskonar samráðsfundir verða haldnir í öllum norrænum höfuðborgum fyrir árslok. Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar kemur til með að safna tillögum sem koma fram á fundunum en þær, ásamt framlagi norrænu ráðherranefndanna, koma til með að liggja til grundvallar ákvörðunum um aðgerðaáætlanir og útdeilingu fjármagns fyrir árið 2021, sem og við gerð næstu fjárhagsáætlunar fyrir árin 2022-2024 sem teknar verða af samstarfsráðherrum Norðurlandanna í febrúar 2020. Það er þannig í höndum norrænu ríkisstjórnanna, hvaða aðgerðir verða settar í forgang og teknar með í væntalegar aðgerðaáætlanir og vinnu Norrænu ráðherranefndarinnar með áherslur framtíðarsýnarinnar.

Norðurlöndin hafa hvert fyrir sig sett sér metnaðarfull markmið í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Það er þörf á öllum góðum hugmyndum og tillögum, um hvernig við getum í sameiningu leyst þetta stærsta viðfangsefni samtímans. Við bjóðum ykkur þessvegna til samráðs um framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.

Alþjóða- og öryggisskrifstofa / utanríkisráðuneytið boðar til þessa fundar.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
9 okt 2019
Tími
1:00 e.h. - 3:00 e.h.