Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Samráðsfundur stjórnvalda vegna Covid 19

20 ágú @ 9:00 f.h. - 1:00 e.h.

Samráðsfundur í boði heilbrigðis-, dómsmála- og forsætisráðherra.

Nánar um fundinn:  Heilbrigðisráðherra í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið efnir til samráðsfundar í formi vinnustofu 20. ágúst með lykilaðilum í samfélaginu um áframhaldandi aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma litið. Efnt er til samráðsins í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Streymt verður beint frá fundinum sem markar upphaf samráðsins en afraksturinn verður birtur í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið er að móta áherslur og leiðarljós sem geti nýst í áframhaldandi vinnu við mótun aðgerða vegna Covid-19 á næstu misserum.

 

Á samráðsvettvanginum munu lykilaðilar á sex sviðum samfélagsins koma saman í vinnuhópum þar sem rædd verður staðan vegna Covid-19, áhrif og afleiðingar sóttvarnaaðgerða hingað til, og hvernig sjá megi framtíðina fyrir sér svo lengi sem kórónaveiran setur mark sitt á samfélagið. Hver hópur samanstendur af 6-7 þátttakendum. Í lok vinnustofunnar verður pallborð þar sem borðstjórar draga saman meginlærdóminn af fundinum og hvernig nýta megi samráðið áfram þannig að sem best sé hægt að taka tillit til margvíslegra aðstæðna.

Þau svið sem verða til umræðu í vinnuhópunum eru eftirfarandi:

  1. Heilsa og heilbrigðisþjónusta
  2. Menning, íþróttir og dægradvöl
  3. Menntun (framhalds- og háskólastigið)
  4. Atvinnulíf (s.s. verslun og þjónusta, innflutningur og útflutningur, iðnaður, ferðaþjónusta)
  5. Almannaöryggi (s.s.  viðbragðsaðilar, raforka og fjarskipti, matvælaframleiðsla)
  6. Velferð (viðkvæmir hópar, atvinnustig, félagsþjónusta o.fl.) - LEB erðuri með fulltrúa hér.

 

Vegna fjöldatakmarkana og reglna um sóttvarnir er eingöngu hægt að bjóða einum fulltrúa frá LEB. Hann er Viðar Eggertsson skrifstofustjóri LEB, en á sama tíma, kl. 10.00 – 13.30, heldur ný stjórn LEB sinn fyrsta fund. Viðar mun skila stjórn LEB munnlegri skýrslu strax að loknum samráðsfundinum.

Upplýsingar

Dagsetn:
20 ágú
Tími
9:00 f.h. - 1:00 e.h.